NSFS – Norrænt félag um geislavarnir


Saga

Norrænt félag um geislavarnir var stofnað 10. júní 1964 að frumkvæði Rolf Sievert prófessors. Hann skipulagði fyrsta fundinn, en á honum voru einstaklingar, virkir í starfi að geislavörnum frá öllum Norðurlöndunum (Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð). Strax það sama ár varð félagið meðlimur í alþjóðlegum samtökum um geislavarnir, IRPA (the International Radiation Protection Association). Fyrsti almenni fundurinn (ráðstefna) var haldinn í Stokkhólmi 1966. Síðan hafa fundir verið haldnir í Osló (1968), Kaupmannahöfn (1971), Helsinki (1974), Visby (1977), Reykjavík (1981), Kaupmannahöfn (1984), Maríuhöfn (1987), Ronneby (1990), Kristjánssandi (1993), Reykjavík (1996), Skagen (1999), Åbo (2002), Rättvik (2005), Álasundi (2008), Reykjavik (2011) og Hróarskeldu (2015). Næsti fundur verður í Helsinki í júní 2019.

Markmið

Félagið er tileinkað þróun og útbreiðslu þekkingar og reynslu í vörnum gegn jónandi og ójónandi geislun. Þetta nær meðal annars yfir geislavarnir starfsmanna, sjúklinga sem eru geislaðir vegna sjúkdómsgreiningar eða meðferðar og til geislavarna almennings. Starfsemin felst fyrst og fremst í því að skipuleggja fundi (ráðstefnur) á Norðurlöndunum þar sem meðlimir hittast og skiptast á skoðunum og upplýsingum. Fundirnir eru haldir fjórða hvert ár, efnistök fundanna eru víð og fyrirlesurum er boðið til fundanna. Ef þörf er á eða það talið hagkvæmt eru smærri fundir skipulagðir um afmörkuð viðfangsefni. Félagið (NSFS) er tengt alþjóðasamfélagi geislavarnafélaga með aðild að IRPA.